Sumarlokun 2016

Sumarlokun leikskólans Rauðhóls verður 11. júlí til 8. ágúst. Leikskólinn opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 9. ágúst

Nýjustu fréttir

 • Sveitaferð foreldrafélags Rauðhóls er 23. maí. Farið verður að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Mæting er á Rauðhóli-Litum stundvíslega kl. 9:30 og lagt verður af stað kl. 10:00. Áætluð heimkoma er kl. 15:00.

  Starfsmenn Rauðhóls fara með og sjá um þau börn sem ekki verða með foreldrum sínum. 

  Foreldrafélagið býður upp á mat og drykki í ferðinni ásamt rútuferð fyrir Rauðhóls börn.

  Skráning í ferðina fer fram á deildum og líkur henni 12. maí. Verð fyrir fullorðna, systkini og aðra er kr. 500,-.Smile

 • Ein af okkar mikilvægu fyrirmyndum í starfinu dr.Harriet Cuffaro lést þann 20.apríl 2016, 86 ára að aldri. Hún var dóttir grískra innflytjenda og bjó á Manhattan allt sitt líf. Hún kenndi í mörg ár í City & Country skólanum og varð síðar prófessor í Bank Street sem er kennaraháskóli með tilraunaskóla fyrir börn á aldrinum 1-12 ára. Síðustu árin vann hún í City & Country einn dag í viku eða þar til hún veiktist.

  Tengsl Harriet við Ísland mynduðust þannig að Jónína Tryggvadóttir sem var kennari í Fósturskóla Íslands fór í mastersnám til Bank Street í kringum 1990 og dr. Cuffaro var leiðbeinandi hennar. Þær gerðu rannsókn á leik barna í einingakubbum í Reykjavík og á Mannhattan ásamt leikskólakennurum í Staðaborg og Garðaborg. Upp frá því hafa einingarkubbar verið mjög vinsæll efniviður í íslenskum leikskólum. Við eigum Harriet mikið að þakka í sambandi við þennan frábæra efnivið bæði fyrir að vinna að því að fá hann til landsins og innlögnina á honum. Hún lagði ríka áherslu á frelsi barna til leiks og þróunar þeirra á leiknum. Að efniviðurinn væri ekki með fyrirfram ákveðnar lausnir og að kennarar væru til staðar til að veita aðstoð við áframhaldandi þróun leiksins.

  Harriet lagði mikla áherslu á að íslenskir leikskólar ættu að halda í sín sérkenni. Hún talaði einnig um það frelsi sem íslensk leikskólabörn hafa miðað við amerísk börn. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri Miðborgar (áður Garðaborgar) hefur verið í nánu sambandi við Harriet og byggt upp tengsl við skólasamfélagið í New York. Þetta er þriðja New York ferðin sem hún skipuleggur fyrir starfsfólk Rauðhóls.

  Áður en Rauðhóll opnaði fyrir níu árum fóru fjórir stjórnendur til New York og skoðuðu nokkra leikskóla þar og funduðu með Harriet. Þessi ferð hafði mikil áhrif á innra starf leikskólans meðal annars hvernig efniviðurinn er aðgegnilegur börnunum alla daga á svæðunum. Árið 2008 fóru 28 kennara frá Rauðhóli ásamt 12 frá Garðaborg (auk Ellu okkar) og 15 frá Klömbrum (þar var hún Nína okkar) til New York að upplifa og nema fræðin á leikskólum ásamt því að Harriet hélt fyrirlestur fyrir hópinn. Nú árið 2016 fer Rauðhóll með 60 kennara (þar af voru 21 í ferðinni 2008) til New York til að skoða leikskólana og fara í höfuðstöðvar Community Playthings sem er framleiðir meðal annars einingakubbana og stóru kubbana.

 • Búið er að ákveða starfsdaga kennara skólaárið 2016-2017. Búið er að samræma starfsdagana við lokanir í Norðlingaskóla.

  Haustönn 2016

  16. september - föstudagur

  21. október - föstudagur

  21. nóvember - mánudagur

  Vorönn 2017

  21. febrúar - þriðjudagur

  17. mars - föstudagur

  26. maí - föstudagur

Skoða fréttasafn