Starfsdagar

2016-2017

Nýjustu fréttir

 • Ágætu foreldrar

  Eftirfarandi póstur barst okkur frá skóla og frístundasviði:

  Samtök launafólks og samtök kvenna hvetja konur til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

  Ég hvet stjórnendur starfsstöðva SFS til að gera sem flestum konum kleift að taka þátt í göngunni, þar sem því verður með nokkru móti við komið.

  Bið ég leikskólastjóra að beina því til foreldra leikskólabarna (helst feður) að sækja börn sín fyrir kl. 14.30 þennan dag eftir því sem kostur er.

  Sjá nánari upplýsingar á íslensku og ensku - http://kvennafri.is/kvennafri/

  Með bestu kveðju,

  Helgi Grímsson

 • Skipulagsdagur starfsfólks Rauðhóls er föstudaginn 21. október og leikskólinn því lokaður.Wink

 • Vikuna 10.-14.október munu fjórir kennarar Rauðhóls þær Linda Dögg, Lena, Sigga Hrönn og Edda Lydía, fara til Slóveníu að kynna sér útinám. Í fjögur ár hafa um 50 kennarar af leikskólum Reykjavíkur hist og miðlað reynslu sinn og upplifun af útinámi, undir stjórn Helenu Ólafsdóttur hjá Náttúruskóla Reykjavíkur. Fyrir tveimur árum sótti hópurinn um Erasmus styrk til að fræðast um útinám í fimm öðrum löndum, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi, Belgíu og Slóveníu. Hópurinn fékk styrk og hefur skipt sér niður á löndin og kynnir síðan ferð sína fyrir hinum í hópnum. Þetta er í annað sinn sem Rauðhóll sendir kennara út á vegum verkefnisins en síðasta vor fóru þær Sigrún og Ella til Noregs. Verkefnið nefnist PRISMA og má nálgast frekari upplýsingar um hópinn á heimasíðunni http://prismapreschool.weebly.com/ .

  Í Slóveníu munu Rauðhólskennarar dvelja þrjá daga á tveimur leikskólum þar sem þeir munu kynna sér útinám. Í útinámi þessara skóla er áhersla lögð á að efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd barna og verður gaman að kynnast þeirra aðferðum sem munu vonandi nýtast okkur í starfi. Okkar fólk mun einnig vera með fyrirlestur og námskeið fyrir kennara í Slóveníu um útinám á Rauðhóli.

   

   

 • Kynningarfundir fyrir foreldra nýrra nema verða kl. 10:00 eftirtalda daga.

  Á Litum, Sandavaði 7

  17. ágúst

  24. ágúst

  31. ágúst

  7. september

  14. september

  Á Ævintýrum, Árvaði 3

  12. ágúst

  19. ágúst

   

   

Skoða fréttasafn