Starfsdagar

2016-2017

Nýjustu fréttir

 • Kynningarfundir fyrir foreldra nýrra nema verða kl. 10:00 eftirtalda daga.

  Á Litum, Sandavaði 7

  17. ágúst

  24. ágúst

  31. ágúst

  7. september

  14. september

  Á Ævintýrum, Árvaði 3

  12. ágúst

  19. ágúst

   

   

 •  

  Þann 7. júní síðastliðinn útskrifaðist þessi fallegi og fjörugi hópur barna úr leikskólanum Rauðhóli. Útskriftarathöfn var haldin í blíðskaparveðri í Björnslundi þar sem ættingjar og vinir barnanna komu saman og fögnuðu þessum merka áfanga. Kveðjustundir sem þessar eru tilfinningaríkar fyrir okkur á Rauðhóli. Söknuður og gleði blandast saman í hrærigraut en fyrst og fremst erum við að springa úr stolti yfir þessum frábæru ungu manneskjum sem við erum svo lánsöm að hafa fengið að kynnast og læra af.

  Við óskum fjörkálfunum okkar alls hins besta í þeim nýju ævintýrum sem nú taka við hjá þeim og þökkum þeim og fjölskyldum þeirra fyrir samfylgdina. 

   Starfsfólk Rauðhóls

 • Sveitaferð foreldrafélags Rauðhóls er 23. maí. Farið verður að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Mæting er á Rauðhóli-Litum stundvíslega kl. 9:30 og lagt verður af stað kl. 10:00. Áætluð heimkoma er kl. 15:00.

  Starfsmenn Rauðhóls fara með og sjá um þau börn sem ekki verða með foreldrum sínum. 

  Foreldrafélagið býður upp á mat og drykki í ferðinni ásamt rútuferð fyrir Rauðhóls börn.

  Skráning í ferðina fer fram á deildum og líkur henni 12. maí. Verð fyrir fullorðna, systkini og aðra er kr. 500,-.Smile

Skoða fréttasafn